Í hraðri þróun nýsköpunar í heilsutækni stóð Imperio í samstarfi við Heilsutækniklasann nýlega fyrir fróðlegum viðburði þar sem kafað var í flækjur tæknilausna fyrir heilbrigðiskerfi og lækningatæki.
Viðburðurinn, sem haldinn var 6. mars, bauð fagfólki og áhugafólki að koma saman saman til að fræðast um kröfur sem starfræn heilsutækni þarf að fara eftir og mikilvægu hlutverki nýsköpunar við að endurmóta framtíð heilbrigðisþjónustu.
Markmið viðburðarins var að kafa djúpt í stafræna nýsköpun innan heilbrigðisgeirans. Fundarmenn tóku þátt í umræðum um nýjustu tækniframfarir, þar á meðal stafrænar meðferðir, þróun lækningahugbúnaðar og regluverk og leiddi Przemek Grzywa eigandi og framkvæmdastjóri Revolve Healthcare þá fræðslu. Þungamiðja viðburðarins var kynning og fræðsla um helstu atriði reglugerðar á lækningartækjum (MDR), hvernig vottun á lækningahugbúnaði færi fram og hvað MDR þýðir fyrir þróun lækningahugbúnaðar.
Revolve Healthcare sem hefur víðtæka reynslu og þekkingu þegar það kemur að því að hanna og þróa heilsutæknihugbúnað eða lækningatæki og hefur fyrirtækið með ISO13485 vottun helgað sig að því að vera leiðandi í ráðgjöf og þjónustu þegar það kemur að hönnun og þróun heilsutæknishugbúnaðs eða lækningatækja fyrir hvort sem er sprotafyrirtæki, rótgróin fyrirtæki eða opinbera aðila.
Eitt af lykilviðfangsefnum er hugmyndin um atburðarstorm sem öflugt tól fyrir hugbúnaðarþróunarverkefni (e Event Storming) og Aneta Wieczorke frá SOFTIQ Software House leiddi það. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að skilja kröfur verkefna og viðskiptasvið með því að undirstrika atburðarstorm sem samvinnuaðferð til að skapa sameiginlegan skilning meðal hagsmunaaðila.
Imperio á í nánu samstarfi við SOFTIQ Software House sem sérhæfir sig í alhliða innleiðingu og þróun upplýsingatækniverkefna og hefur í sínum röðum forritara og sérfræðinga sem hafa margir starfað í og með íslenskum fyrirtækjum, stofnunum og félögum í gegnum Imperio.
Nokkrir aðrir punktar komu fram og voru rædd:
🤝 Samvinna og nýsköpun: Með því að nýta sér nýjustu tækni og greina vel kröfur verkefna með aðkomu starfsmanna til að skapa sameiginlegan skilning meðal hagsmunaaðila. Þannig geta stofnanir hraðað þróun nýstárlegra lausna sem takast á við flóknar áskoranir í heilbrigðisþjónustu.
📋Staðlar og reglugerðir: Skilningur á stöðlum og reglugerðarkröfum er nauðsynlegur til að ná að fóta sig innan um flókið landslag hugbúnaðarþróunar og sér í lagi þegar það kemur að lækningartækjum. Przemek gaf dýrmæta innsýn í MDR vottunarferlið og mikilvægi þess að fylgja reglugerðarkröfum til að tryggja öryggi sjúklinga og virkni vörunnar.
📚Lærdómur og aðlögun: Á tímum örra tækniframfara er mikilvægt að vera stöðugt að læra og aðlaga verkferla og stefnur. Aneta sagði það vera mikilvægt fyrir fagfólk að fylgjast með nýjustu straumum, reglugerðum og bestu starfsvenjum sem geta hraðað vörum á markað.
Viðburðurinn gaf þátttakendum innsýn inní nýsköpun í stafrænni heilsu og lagði áherslu á mikilvægi undirbúning, samvinnu, fylgni við reglur/staðla til að knýja fram breytingar innan heilbrigðisgeirans.
Þar sem stofnanir og fyrirtæki leitast við að virkja kraft tækninnar til að bæta afkomu sjúklinga og bæta heilbrigðisþjónustu, gegna viðburðir eins og þessir lykilhlutverki í að efla þekkingarskipti, nýsköpun og samvinnu iðnaðarins 🚀
Comments